36,3% styður ríkisstjórnina

Frá fundi ríkisráðs með forseta Íslands á Bessastöðum sl. mánudag.
Frá fundi ríkisráðs með forseta Íslands á Bessastöðum sl. mánudag. mbl.is/Eggert

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 36,3% samkvæmt nýrri könnun MMR.  Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,2%, borið saman við 26,6% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,3%, borið saman við 10,1% í siðustu könnun.

Könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina var 4. til 8. september 2014 og var heildarfjöldi svarenda 946 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 17,8%, borið saman við 17,6% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,9%, borið saman við 20,3% í síðustu könnun. Vinstri-græn mældust nú með 10,1% fylgi, borið saman við 11,8% í síðustu könnun og mældist fylgi Pírata 9,2%, borið saman við 10,3% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Nánari upplýsingar á vef MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka