Óska eftir friðlýsingu Akureyjar

Mikið dýralíf er á og við Akurey sem nú er …
Mikið dýralíf er á og við Akurey sem nú er friðlýsingarferli. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

Eyjan Akurey í Kollafirði er komin í friðlýsingarferli af hálfu Reykjavíkurborgar. Á næstunni verður lögð fram ósk um friðlýsingu inn á borð Umhverfisstofnunar.

Þetta var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 10. september sl.

Fuglavernd lagði fram erindi til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um friðlýsingu Akureyjar og Lundeyjar. Ekki var tekin ákvörðun um friðlýsingu Lundeyjar þar sem hún er í eigu ríkisins en ekki Reykjavíkurborgar líkt og Akurey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert