„Við höfnum þessu öllu saman“

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Þórður

„Við tjáum okkur ekki öðruvísi um þetta en að við höfnum því sem þarna kemur fram. Skilningur embættisins á þessum atvikum máls er allur annar en fram kemur í þessu viðtali,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.is.

Eins og mbl.is fjallaði um í morgun koma fram þungar ásakanir í garð embættis sérstaks saksóknara sem og embættis ríkissaksóknara í viðtali við Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá embætti sérstaks saksóknara, í Fréttablaðinu í dag.

Ólafur segir að embættið sé í þröngri stöðu til að svara einstökum fullyrðingum í þessum efnum þar sem efni viðtalsins tengist málum sem séu í gangi. „En engu að síður við höfnum þessu öllu saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert