Flutningaskip strandaði á skeri á Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld.
Búið að kalla út björgunarsveitir á Austurlandi, þ.m.t. björgunarskip og báta allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar.
Uppfært kl. 20:35
Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Eskifirði er ekki vitað hvort hætta er á ferð. Talið er um erlent skip sé að ræða.
Sautján eru í áhöfn skipsins en það strandaði á skeri í fjörunni fyrir neðan bæinn Eyri á Fáskrúðsfirði. Skipið er 106 metra langt.
Ekki hafa fengist upplýsingar um farm skipsins eða hvort það var á leið inn eða út fjörðinn.
mbl.is flytur frekari fréttir af málinu eftir því sem þær berast.