Umboðsmanni borgarbúa hafa borist alls 423 mál

Einhugur ríkir í borgarstjórn um að framlengja verkefnið.
Einhugur ríkir í borgarstjórn um að framlengja verkefnið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Þegar umboðsmaður borgarbúa tók til starfa í maí á síðasta ári var gert ráð fyrir að 60-100 mál myndu rata inn á borð embættisins á tilraunatímabili sem rennur út 1. nóvember næstkomandi.

Samkvæmt áfangaskýrslu umboðsmanns, sem var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, hafa honum hins vegar borist alls 423 mál, sem flest varða velferðarsvið og umhverfis- og skipulagssvið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafa lagt til að verkefnið verði framlengt um 18 mánuði og forsætisnefnd m.a. falið að gera tillögu að endanlegri staðsetningu í stjórnkerfi borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert