Skipið ekki dregið í kvöld

Frá vettvangi strandsins í kvöld.
Frá vettvangi strandsins í kvöld. Ljósmynd/Þorri Magnússon

„Það mun ekkert gerast í kvöld. Það lítur út eins og útgerðin hafi lítinn áhuga á björgun,“ segir Grétar Helgi Geirsson, vettvangsstjóri aðgerða björgunarsveita við Fáskrúðsfjörð, en flutningaskipið Green Freezer strandaði þar fyrr í kvöld.  

Að sögn Grétars er fjölveiðiskip Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­son, sem var tilbúið til þess að draga skipið, farið af vettvangi. Einnig hafa björgunarsveitirnar dregið í land. Beðið var eftir úrskurði útgerðarinnar í kvöld og eins og staðan er núna verður skipið ekki dregið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 

Að sögn Grétars er engin hætta er á mönnum né umhverfi á strandstað. 

Eins og mbl sagði frá fyrr í kvöld strandaði skipið þegar það var á leið inn á Fá­skrúðsfjörð að sækja afurðir. Á meðan það beið eft­ir hafn­sögu­manni varð vél­ar­bil­un sem olli því að skipið bakkaði upp í fjör­una við Eyri.

Skipið er stöðugt á eyr­inni og ekki hef­ur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því og það er talið lítið skemmt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Að sögn Grétars er áhöfn skipsins, sem samanstendur af 17 manns vel haldin. „Það amar ekkert að hjá þeim. Þeir eru allir enn um borð.“

Skipið sekkur allavega aldrei hér, það er svo grunnt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert