Strandið í kvöld vegna vélarbilunar

Frá vettvangi strandsins í kvöld.
Frá vettvangi strandsins í kvöld. Ljósmynd/Þorri Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór eru nú á leið á strandstað á Fáskrúðsfirði. Útgerð skipsins vinnur nú að björgunaráætlun þess og bíða björgunaraðilar átekta á meðan. Skipið er um 100 metra frá landi. 

Skipið strandaði þegar það var á leið inn á Fáskrúðsfjörð að sækja afurðir. Á meðan það beið eftir hafnsögumanni varð vélarbilun sem olli þvi að skipið bakkaði upp í fjöruna við Eyri.

Skipið er stöðugt á eyrinni og ekki hefur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því og það er talið lítið skemmt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 

Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson, er á strandstað og hefur komið taug í skipið. Búist er við því að þyrlan verði komin til fjarðarsins eftir um klukkustund en Þór á enn eftir um 14 klukkustunda siglingu á staðinn. 

Veður á svæðinu er gott, blankalogn og 10° C hiti.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan send á staðinn þar sem fulltrúi þeirra þarf að vera á staðnum ásamt fulltrúa Umhverfisstofnunar. 

Uppfært 22:37

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort skipið verði dregið af strandstað í kvöld.

Fréttir mbl.is: 

Afturhluti skipsins fastur á skerinu

Útgerð skipsins vinnur nú að björgunaráætlun þess og bíða björgunaraðilar …
Útgerð skipsins vinnur nú að björgunaráætlun þess og bíða björgunaraðilar átekta á meðan. mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert