Hafnaði geðsvið nauðungarvistun?

Lögreglan skaut Sævar Rafn til bana í Hraunbæ í desember …
Lögreglan skaut Sævar Rafn til bana í Hraunbæ í desember í fyrra. mbl.is/Rósa Braga

Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir að Landspítalinn hafi neitað að nauðungarvista Sævar Rafn Jónasson skömmu áður en hann lést í skotbardaga við lögreglu.

Yfirlæknir á bráðadeild geðsviðs Landspítala segir að velferðarsvið hefði átt að tilkynna lögreglu um hótanir hans. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins þar sem greint var frá umfjöllun Kastljóss um málið.

Lögreglan skaut Sævar Rafn til bana í Hraunbæ í desember í fyrra. Sævar Rafn átti langa sögu geðrænna vandamála og hafði hótað lögreglu ofbeldi.  Hann átti skotvopn og var talinn hættulegur.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sagði í umfjöllun Kastljóss að geðsvið Landspítalans hafa neitað að nauðungarvista Sævar. Hann hafi á síðustu mánuðum lífs síns ítrekað neitað þjónustu. 

Halldóra Jónsdóttir, deildarstjóri geðsviðs Landspítalans, hafnar því að spítalinn hafi neitað að nauðungarvista Sævar. Hún segir að félagsmálayfirvöld hefðu átt að tilkynna lögreglu um hótanir Sævars Rafns Jónassonar í þeirra garð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert