Til stendur að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað við Fáskrúðsfjörð á flóðinu klukkan 10:35 samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Eins og mbl.is greindi frá í grækvöldi strandaði skipið þar í gærkvöldi í kjölfar vélarbilunar.
Dráttarbáturinn Vöttur er á leiðinni á staðinn núna með mengunargirðingu sem lögð verður í kringum skipið vegna mögulegrar mengunar frá því. Kafarar eru væntanlegir á staðinn um klukkan níu til þess að kanna ástand þess.
Ætlunin er að Vöttur geri síðan tilraun til þess að draga skipið af strandstað. Takist það ekki má búast við að önnur tilraun verði gerð þegar varðskipið Þór er komið á staðinn en það er núna staðsett fyrir norðan land. Það verður þá ekki fyrr en á kvöldflóðinu.