Fá eldsneyti úr úrgangi

Heiðar Jónsson, starfsmaður Orkeyjar á Akureyri, við tank sem tilbúið …
Heiðar Jónsson, starfsmaður Orkeyjar á Akureyri, við tank sem tilbúið eldsneyti er að renna ofan í. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri er úrgangi, steikingarolíu og dýrafitu, breytt í bætiefni í eldsneyti.

Mikil eftirspurn er eftir vörunni og annar verksmiðjan ekki eftirspurn, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi hennar í Morgunblaðinu í dag. Hún framleiðir 300 þúsund lítra á ári og fara þeir nær allir til útgerðarfyrirtækisins Samherja, sem notar hana á fiskiskip sín. Aðferðin dregur úr mengun, fer betur með vélar og sparar eldsneyti.

Orkey hefur samið við Efnamóttökuna og Gámaþjónustuna um söfnun notaðrar steikingarolíu á landinu öllu. Kemur hún einkum frá veitingahúsum og mötuneytum. Að Orkey standa sex fyrirtæki: Mannvit, Samherji, Norðurorka, Tækifæri, N1 og Víkey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert