Unnið er að því að létta flutningaskipið Green Freezer, en að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, var skipið þyngra og fastara heldur en gert var ráð fyrir þegar björgunaraðgerðir hófust.
Dráttartaugin, sem komið var á milli varðskipsins Þórs og Green Freezer, slitnaði þegar reynt var að draga að draga skipið með 100 tonna afli af strandstað við Fáskrúðsfjörð í dag. að sögn Hrafnhildar var ætlunin var að nota lóðsbátinn Vöttinn í verkefnið í gær en hann er með talsvert minni dráttarkraft og taldi Landhelgisgæsluna hann því ekki vera raunhæfa lausn.
„Núna er varðskipið er að skoða stöðuna og jafnframt er verið að vinna um borð við að létta skipið. Nú þarf bara að finna út hvernig best er að gera næstu atlögu,“ segir Hrafnhildur.
Aðspurð segir hún erfitt að segja til um hvenær sú atlaga verði. „Erfitt er að meta hvort hún verði í kvöld. Þetta verður bara að gerast þegar við teljum að heppilegur tími sé kominn.“