Taugin í flutningaskipið slitnaði

Varðskipið Þór hjá flutningskipinu Green Freezer í dag.
Varðskipið Þór hjá flutningskipinu Green Freezer í dag. mbl.is/Albert Kemp

Dráttartaugin, sem komið var á milli varðskipsins Þórs og flutningaskipsins Green Freezer, slitnaði þegar reynt var að draga að draga skipið af strandstað við Fáskrúðsfjörð. Aftur verður reynt að koma skipinu á flot á síðdegsisflóðinu.

Óraunhæf plön útgerðarinnar

Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar, segir að taugin hafi slitnað þegar yfir 100 tonna átak var komið á hana. „Það segir okkur raunverulega það að öll plön útgerðarinnar um að nota 28 tonna bát í þetta voru ekki raunhæf,“ segir Auðunn. Hann segir að tíminn fram að síðdegisflóði verði nýttur til þess að dæla olíu úr skipinu til að létta það. „Við vorum viðbúnir því að þetta gæti gerst  þó við ættum frekar von á því að skipið myndi losna. Skipið situr í leir og þetta var viðbúið,“ seir Auðunn.   

Í gær tók Landhelgisgæslan ákvörðun um að beita íhlutunarrétti, í samræmi við lög um verndun hafs og strandar vegna flutningaskipsins sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við Umhverfisstofnun.

Hjálparbeiðni barst Gæslunni um kl. 20 á miðvikudagskvöld. Kallaðar voru út björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi, þ.m.t. björgunarskip og bátar allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar. Fjölveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson hélt auk þess samstundis á strandstað og lóðsbáturinn Vöttur kom á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert