Segjast ekki hafa hafnað Sævari

Sævar Rafn Jónasson var búsettur í Hraunbæ í Reykjavík. Hann …
Sævar Rafn Jónasson var búsettur í Hraunbæ í Reykjavík. Hann féll fyrir hendi lögreglu í desember í fyrra. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Landspítalinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna umfjöllunar Kastljóss um andlát Sævars Rafns Jónasarsonar síðastliðið fimmtudagskvöld. Sævar féll fyrir hendi lögreglu í desember í fyrra. 

Björk Vil­helms­dótt­ir, formaður vel­ferðarráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, sagði í um­fjöll­un Kast­ljóss að geðsvið Land­spít­al­ans hafa neitað að nauðung­ar­vista Sæv­ar. Hann hafi á síðustu mánuðum lífs síns ít­rekað neitað þjón­ustu. 

Hall­dóra Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri geðsviðs Land­spít­al­ans, hafn­aði því í umfjöllun Kastljóss að spít­al­inn hafi neitað að nauðung­ar­vista Sæv­ar. Hún seg­ir að fé­lags­mála­yf­ir­völd hefðu átt að til­kynna lög­reglu um hót­an­ir Sæv­ars Rafns Jónas­son­ar í þeirra garð.

Í tilkynningu sem spítalinn hefur sent frá sér segir að rangt sé að geðdeild hafi neitað nauðungarvistun í tilviki Sævars Rafns og sama gildi um önnur mál sem lúta að mögulegri nauðungarvistun skjólstæðinga Reykjavíkurborgar sem og annarra. 

Yfirlýsinging í heild sinni

Samstarf Landspítala og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur aukist til muna undan farin ár, m.a með stofnun sameiginlegs vettvangsgeðteymis árið 2010. Þar starfa fulltrúar geðsviðs og velfelferðarsviðs og fundar teymið vikulega um málefni skjólstæðinga í búsetu á vegum borgarinnar. Teymið veitir stuðning og ráðgjöf til starfsfólks og leitast við að leysa úr málum sem upp koma.

Í þættinum kom m.a. fram að formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar telur að Landspítali hafi neitað velferðarsviði um nauðungarvistun viðkomandi. Þá segir formaðurinn að Landspítali nauðungavisti ekki fólk sem starfsmenn velferðarsviðs telji að slíka vistun þurfi, jafnvel þegar hið sameiginlega teymi meti einstaklinga hættulega.

Nauðungarvistun sjálfráða einstaklinga er óheimil lögum samkvæmt. Þó er slík nauðung heimiluð í lögræðislögum að ströngum skilyrðum uppfylltum. Í umræddu tilviki var um sjálfráða einstakling að ræða og hafði vettvanggeðsteymið, m.a. vegna ofbeldissögu hans, lagt fram leiðbeiningar um hvernig bregðast ætti við ef starfsfólk teldi sér ógnað.

Bar að kalla til lögreglu og flytja viðkomandi einstakling á geðdeild Landspítala, eins og jafnan gildir þegar um er að ræða ógnandi og hættulega einstaklinga. Fyrir slíku verklagi liggja öryggisrök sem taka bæði til starfsfólks og þeirra einstaklinga sem um ræðir í hverju tilviki.

Mikilvægt er að einstaklingar sem taldir eru hættulegir og ógnandi fái viðeigandi fylgd á geðdeild þar sem faglegt mat á nauðungarvistun fer fram. Nauðungarvistun er alvarlegt inngrip í líf fólks og fyrir ákvörðun um slíkt verður að liggja læknisfræðilegt mat.

Rangt er að geðdeild hafi neitað nauðungarvistun í þessu tilviki og gildir sama um önnur mál sem lúta að mögulegri nauðungarvistun skjólstæðinga Reykjavíkurborgar sem og annarra.

Slíkum beiðnum er ekki neitað, fremur en öðrum verkefnum sem spítalanum ber að sinna lögum samkvæmt, nema fyrir því slíkri neitun séu gild fagleg rök.

Hafnaði geðsvið nauðungarvistun?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert