Fleiri skráðir á Íslandi en í Svíþjóð

Staðan klukkan 16:40
Staðan klukkan 16:40 Skjáskot af www.heforshe.org

Nú hafa 3.744 íslenskir karlmenn tekið þátt í HeForShe með því að skrifa nafn sitt á heimasíðu herferðarinnar, sem gengur út á að virkja karl­menn í mót­mæl­um gegn kynjam­is­rétti.

Klukkan 10:30 í morgun voru þeir 997 og er því óhætt að kalla þetta mikla aukningu. Þegar þetta er skrifað var Ísland að detta fram úr Svíþjóð, en þar hafa 3.724 karlmenn ljáð málsstaðnum nafn sitt. Ísland á því flestar undirskriftir á Norðurlöndunum.

Mbl.is sagði frá því í morgun að íslenskir karlmenn sköruðu fram úr kynbræðrum sínum um allan heim þegar það kemur að þátttöku miðað við höfðatölu.

Með þessari gífurlegu aukningu í dag hefur Ísland skotið stórþjóðum eins og Indlandi og Mexíkó ref fyrir rass í skráningum og fylgir fast á eftir frændum okkar í Svíþjóð.

Í Mexíkó hafa 2.684 skráð sig og 2.519 í Indlandi. Þess má geta að í Mexíkó búa um 122 milljónir manns og rúmlega 1.200 milljónir í Indlandi.

Í fjölmennasta ríki heims, Kína, hafa 642 karlmenn skráð sig.

Alls hafa 108.535 karlmenn skrifað undir, en undirskriftirnar voru 96.126 í morgun.

Hér má taka þátt. 

„Íslenskir karlmenn skara fram úr“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert