Hvalskip komin í höfn í Reykjavík

Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipin í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Skipin eru komin í höfn í Reykjavík og hætt veiðum,“ seg­ir Gunn­laug­ur F. Gunn­laugs­son, stöðvar­stjóri í Hval­stöðinni í Hval­f­irði, en hval­veiðivertíðinni hvað langreyðar varðar er nú lokið. Skipin, Hvalur 8 og Hvalur 9, komu bæði í höfn í Hvalfirði fyrr í dag með tvo hvali hvort um sig, en eru nú komin til Reykjavíkur. 

Sam­tals veiddust 137 langreyðar í sumar, en veður setti strik í reikn­ing­inn.

Frétt mbl.is: Veiddu samtals 137 langreyðir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert