„Skipin eru komin í höfn í Reykjavík og hætt veiðum,“ segir Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í Hvalstöðinni í Hvalfirði, en hvalveiðivertíðinni hvað langreyðar varðar er nú lokið. Skipin, Hvalur 8 og Hvalur 9, komu bæði í höfn í Hvalfirði fyrr í dag með tvo hvali hvort um sig, en eru nú komin til Reykjavíkur.
Samtals veiddust 137 langreyðar í sumar, en veður setti strik í reikninginn.
Frétt mbl.is: Veiddu samtals 137 langreyðir