Þórarinn er Borgarstjóri á Skagaströnd

Þórarinn Borgarstjóri: ýmislegt verður í boði á staðnum.
Þórarinn Borgarstjóri: ýmislegt verður í boði á staðnum. mynd/Ólafur Bernódusson

Þórarinn Ingvarsson matreiðslumaður opnaði í byrjun mánaðarins veitingastaðinn Borgina á Skagaströnd, í húsinu þar sem Kántríbær var til margra ára. Staðinn nefnir Þórarinn eftir bæjarfjallinu, Spákonufellsborg, og getur sannarlega titlað sig Borgarstjóra bæjarins....

Þórarinn er fæddur og uppalinn á Skagaströnd en hélt á vit ævintýranna 1987 og hóf matreiðslunám tveimur árum síðar. „Ég var á Lækjarbrekku í tvö ár en kláraði námið 1983 á Holiday Inn. Bjó svo í Danmörku í sjö ár.“

Ytra vann Þórarinn víða og verkefnin voru misjöfn. „Ég vann á krá, grillhúsi, á smurbrauðsstað, fínu hóteli og í Messecenter í Herning, sem er risastór sýninga- og ráðstefnustaður. Þar afgreiddum við stundum mat fyrir tvo en mest 7.500 í einu. Ég er ekki að ljúga!“

Því ekki að nýta tækifærið?

Heimavöllur knattspyrnuliðsins Midtjylland er við Messecenter og þar eru haldnar stórar ráðstefnur og fundir af ýmsum toga. Þegar flest var í mat hjá Þórarni og félögum stóð yfir landsmót dönsku ungmennafélaganna og þá var fjöldanum boðið upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat þrjá daga í röð.

Eftir að Þórarinn flutti heim var hann yfirkokkur á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og eitt ár á Sel hóteli við Mývatn. Að því búnu fluttist hann aftur til Skagastrandar. „Staðnum hér hafði verið lokað og ég hugsaði með mér: því ekki að nota tækifærið, nýta alla þá kunnáttu og reynslu sem ég hef aflað mér og fara aftur heim? Ég hef fengist við að grilla hamborgara, útbúa fínustu rétti á gæðaveitingastöðum og allt þar á milli – og hér verður allt í boði; við erum með hamborgara, pitsur, grillsteikur, ég tek að mér veislur, verð með villibráðarhlaðborð og jólahlaðborð. Stolt staðarins er þó að sjálfsögðu ferskur fiskur úr flóanum; fiskur sem ég ber fram, snarkandi heitan á pönnu. Það er unun að geta boðið upp á slíkt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert