Holuhraun enn rauðglóandi

Eldgosið í Holuhrauni
Eldgosið í Holuhrauni mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eldgosið í Holuhrauni virðist ekki vera í rénum, hraunið breiðir stöðugt úr sér og sig öskju Bárðarbungu heldur áfram. Eins er skjálftavirknin svipuð og áður. Um fimm í morgun mældist skjálfti upp á 5,2 stig og klukkan 4:25 varð skjálfti upp á 4,2 stig. Báðir áttu upptök sín í Bárðarbunguöskjunni. Í gær riðu yfir fjórir stórir skjálftar, sá stærsti 5,2 stig.

Vís­inda­menn við gosstöðvarn­ar í Holu­hrauni ákváðu í gær að yf­ir­gefa svæðið um stund­ar­sak­ir sök­um þess hve erfitt er að meta það hvernig eitraðar gas­teg­und­ir muni dreifast um svæðið nærri Dreka­skála á Öskju­svæði, þar sem vís­inda­menn hafa dvalið við rann­sókn­ir.

Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir ríkjandi suðvestanátt, en vindur yfir gosstöðvunum fremur hægur. Mengunar mun því einkum gæta kringum gosstöðvarnar og norðaustur af þeim, en gæti náð að svæðinu frá Langanesi og suður á Hérað.

Veðurspá næsta sólarhringinn:

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir en heldur hægari og skýjað me köflum NA-til. Líkur á skúrum um mest alt land seinnipartinn og í kvöld og hvessir með suðurströndinni. Hiti 7 til 13 stig í dag, hlýjast NA-lands, en kólnar síðan.

Jarðskjálftavirknin í gær var svipuð og hefur verið svipuð og undanfarna daga en ekki liggja fyrir yfirfarnar niðurstöður um virknina í nótt frá Veðurstofu Íslands.

Í gær kom fram á fundi vísindaráðs að sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og hefur verið hefur. Sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna.

 Vefmyndavél Mílu

Eldgosið í Holuhrauni
Eldgosið í Holuhrauni mbl.is/Árni Sæberg
Hæðarbreyting í Bárðarbunguöskjunni
Hæðarbreyting í Bárðarbunguöskjunni Af vef Veðurstofunnar
Mengunarspá fyrir daginn
Mengunarspá fyrir daginn Af vef Veðurstofunnar
Hraunelfur og beljandi jökulsá
Hraunelfur og beljandi jökulsá mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert