Hjónin Hafsteinn Steinsson og Elín Kristjánsdóttir Linnet lentu í þeim ótrúlegu aðstæðum að þurfa að taka á móti barni á Vesturlandsveginum í morgunumferðinni á þriðjudagsmorgun.
Þau voru á leið úr Norðlingaholtinu á Landspítalann þegar Elín sem var ólétt af tvíburum fann að ekki var hægt að bíða lengur og þurfti að stíga út úr bílnum og tók sjálf á móti fyrri tvíburanum standandi við veginn.
Hún segir lífsreynsluna hafa verið ótrúlega, enginn tími hafi verið til að hugsa um hvernig ætti að bregðast við aðstæðunum. mbl.is heimsótti hjónin, sem voru að eiga sitt þriðja og fjórða barn, á fæðingardeildina í dag.