„Ótrúlegt skilningsleysi“

Fjárlagafrumvarp næsta árs.
Fjárlagafrumvarp næsta árs. mbl.is/Árni Sæbert

Verka­lýðsfé­lag Suður­lands mót­mæl­ir harðlega því sem það kall­ar aðför að launa­fólki sem birt­ist í nýju fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Verka­lýðsfé­lagið sak­ar stjórn­völd um skiln­ings­leysi gagn­vart kjör­um al­menn­ings.

Fram kem­ur í álykt­un frá VLFS, að gagn­rýn­ir hækk­un virðis­auka­skatts á mat­væli, skert rétt­indi at­vinnu­lausra, lækk­un fram­lags rík­is­ins til jöfn­un­ar á ör­orku­byrði Líf­eyr­is­sjóða „á sama tíma og dælt er pen­ing­um inn til op­in­beru sjóðanna sem þýðir enn meiri ójöfnuð á milli kjara al­mennra og op­in­berra Líf­eyr­is­sjóða. Þetta legg­ur aukn­ar byrðar á lág­tekju­hópa og sýn­ir að þeir eru ekki í for­gangs­hópi rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Það er ótrú­legt skiln­ings­leysi ríkj­andi við gerð þessa fjár­laga­frum­varps á kjör­um al­menn­ings. Með þessu frum­varpi er rík­is­stjórn­in að gefa sam­starfi við verka­lýðshreyf­ing­una langt nef. Við þess­ar aðstæður verður verka­lýðshreyf­ing­in að svara þeim skila­boðum skýrt og búa sig und­ir harðari deil­ur við gerð kjara­samn­inga en verið hafa í lang­an tíma.
VLFS árétt­ar að fé­lög inn­an ASÍ hafa sýnt mikla ábyrgð við gerð samn­inga á und­an­förn­um árum. Það get­ur ekki verið rétt­læt­an­legt að þau beri hana ein í þjóðfé­lagi sem vill byggja á jöfnuði og sann­girni fyr­ir þegna sína,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert