Getur skipt sköpum um framhaldið

Sneiðmyndatæki
Sneiðmyndatæki mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tölvusneiðmyndatæki Landspítalans í Fossvogi er enn einu sinni bilað og hefur verið mikið annríki vegna þessa í sjúkraflutningum. Það getur verið grafalvarlegt ef flytja þarf alvarlega slasað fólk á milli bygginga til þess að komast í slíkt tæki.

Tækið bilaði í fyrradag, að sögn Pét­urs H. Hann­es­son­ar yf­ir­lækn­is geislagrein­inga en varahlutir í það komu til landsins í morgun og vonast hann til þess að tækið verði komið í lag síðar í dag.

Pétur segir að tækið sé mjög viðkvæmt og því eðlilegt að það bili oft en það sem er vandamálið er að það einungis eitt slíkt tæki staðsett í Fossvogi og annað á Hringbraut. Í Fossvoginum er bráðamóttakan og gjörgæsludeild þar sem fólk sem slasast er lagt inn. 

Hann segir að það þyrftu tvö slík tæki að vera í Fossvoginum þar sem þar er tekið á móti bráðaveikindum og slösuðum. 

Ef fólk kemur mjög illa slasað hingað inn er grundvallaratriði að hafa aðgang að slíku tæki því það getur skipt sköpum við greiningu, segir Pétur og nefnir sem dæmi þegar um alvarleg slys er að ræða.

Sneiðmyndatækið er komið í lag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert