Grunaður um að hafa banað konunni

mbl.is/Júlíus

Rannsókn stendur yfir á andláti konu sem fannst látin í Breiðholti í gærkvöldi. Einn maður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að vera valdur að dauða konunnar. Hann er sambýlismaður konunnar.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið í samtali við mbl.is, en segir að von sé á tilkynningu til fjölmiðla. Yfirheyrslur yfir manninum standa yfir.

Lögreglan vann að rannsókn málsins í íbúðinni í alla nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert