Salthúsið fær á sig mynd

Salthúsið á Siglufirði.
Salthúsið á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Salthúsið, nýjasta bygging Síldarminjasafnsins á Siglufirði, er farið að taka á sig mynd.

Húsið er að stofni til mjög gamalt en saga þess ekki öll á hreinu. Það stóð m.a. á Patreksfirði seint á 19. öld og var flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að hinum nýja grunni 27. maí síðastliðinn og í kjölfarið var grafið fyrir sökklum. Gólfplatan var steypt 26. ágúst, viku síðar voru allir veggir komnir upp og 11. og 12. september var milliloftið híft og sett í.

Húsið var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið árið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naustum á Akureyri árið 1999 þar sem viðir þess voru geymdir allt þar til í sumar að þeir voru fluttir til Siglufjarðar; gólf- og lofteiningarnar 13. júní og veggeiningar og bitastæða 17. júní. Var farið sjóleiðina.

Húsið er 25,74 x 11,98 m að utanmáli og 308 m² að grunnfleti, ein hæð með portbyggðu risi, og stendur á milli Róaldsbrakka og Gránu.

Næsta verk er að koma þakinu á bygginguna og svo verður henni lokað í vetur en haldið áfram næsta vor. klerkur@gmail.com

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert