Gjörbreytt sýn á jökulinn

Eyja­fjalla­jök­ull hef­ur látið und­an síga, eins og aðrir jökl­ar lands­ins. Þessi fal­legi jök­ull sem marg­ir hafa skoðað frá út­sýn­is­stað á hring­veg­in­um hef­ur látið mikið á sjá. Ask­an úr gos­inu 2010 á sinn þátt í því.

„Það er gjör­breytt sýn á jök­ul­inn frá því sem var fyr­ir fá­ein­um árum. Það voru sker sem rétt grillti á í lok ág­úst 2009 en eru nú orðin að heil­um fjöll­um,“ seg­ir Ólaf­ur Eggerts­son, bóndi á Þor­valds­eyri, sem tók meðfylgj­andi mynd­ir í lok ág­úst 2009 og 2014, með nán­ast ná­kvæm­lega fimm ára milli­bili.

Í millitíðinni gaus Eyja­fjalla­jök­ull og þakti ask­an stór­an hluta jök­uls­ins. Það hef­ur vænt­an­lega flýtt fyr­ir bráðnun. Auk þess hafa verið rign­inga­sum­ur í ár og á síðasta ári. Svörtu öskuflekk­irn­ir koma því vel fram og ekki alltaf auðvelt að greina á milli þeirra og lands sem jök­ull hef­ur hopað af. Ólaf­ur seg­ir að áður fyrr hafi Guðna­steinn, hæsti tind­ur­inn fyr­ir miðri mynd, ekki sést fyrr en í byrj­un ág­úst og þá sem svart­ur klett­ur, en nú sé hann orðinn að svört­um snjó­laus­um kolli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert