Green Freezer enn á Fáskrúðsfirði

Green Freezer við bryggju á Fáskrúðsfirði.
Green Freezer við bryggju á Fáskrúðsfirði. Mbl.is/Albert Kemp

Green Freezer, skipið sem strandaði á Fáskrúðsfirði fyrr í þessum mánuði, liggur enn við bryggju í firðinum. Ekki hefur verið ákveðið hvert skipið fer næst, hvenær farmurinn verður tekinn úr skipinu og hvert farið verður með farminn.

Skipið siglir ekki fyrir eigin vélarafli og er m.a. búið að taka stýrið af því. Skipið þarf því að fara í slipp en ekki hefur verið ákveðið hvort það verði hér á landi eða erlendis. 

Viðbrögð skip­stjóra og vél­stjóra flutn­inga­skips­ins Green Freezer voru eðli­leg þegar bil­un kom upp í skip­inu sl. miðviku­dags­kvöld. Ekki var um van­rækslu að ræða og er rann­sókn lög­reglu á mál­inu lokið. Þetta kom fram á fundi lög­reglu á Eskif­irði í síðustu viku.

Skipið var búið að sækja afla í Vest­manna­eyj­um og í Reykja­vík og átti það eft­ir að koma við í tveim­ur til þrem­ur höfn­um á Aust­ur­landi. Skipið var hálflestað þegar það kom á Fá­skrúðsfjörð, en í heild rúm­ar skipið um 4.000 tonn. Ekk­ert bend­ir til þess að farm­ur­inn hafi eyðilagst.

Hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var upp þegar skipið var dregið af strandstað fyrir rúmri viku. Myndskeiðið er aðeins tveggja mínútna langt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert