Maðurinn ekki yfirheyrður í dag

Konan sem lést var 26 ára gömul.
Konan sem lést var 26 ára gömul. mbl.is/Júlíus

Friðrik Smári Björg­vins­son, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir rannsókn á andláti konu á heimili sínu í Breiðholti vera í fullum gangi. Maður konunnar sætir nú gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið henni að bana seint á laugardagskvöld.

„Rannsóknin er í gangi og gengur hún vel,“ segir Friðrik Smári í samtali við mbl.is. Hinn handtekni, sem er á 29. aldursári, hefur verið fluttur á Litla-Hraun. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. október nk. að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Aðspurður segir Friðrik Smári lögreglu ekki hafa yfirheyrt manninn í dag. 

„Hann hefur ekki verið yfirheyrður í dag. Við erum að vinna úr þeim gögnum og vitnisburðum sem við höfum,“ segir hann. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður af lögreglu.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur hinn handtekni glímt við andleg veikindi og mun hann sæta geðrannsókn. Er hann grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi kon­unn­ar, sem var 26 ára gömul, þannig að hún hlaut bana af.

Börn hjón­anna, tveggja og fimm ára voru á heim­il­inu þegar andlátið átti sér stað, en þeim hef­ur verið komið í viðeig­andi umönn­un hjá barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert