Í kvöld var safnahúsið lýst upp með bleikum ljósum í tilefni af upphafi árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni.
Fyrstu Bleiku slaufurnar í fjáröflunar- og árveknisátaki Krabbameinsfélags Íslands voru afhentar í dag en átakið sjálft hefst formlega á morgun 1. október. Sala slaufunnar stendur yfir í tvær vikur en árvekniátakið er til loka októbermánaðar.
Þetta er í fimmtánda sinn sem leitað er eftir stuðningi landsmanna við verkefni Krabbameinsfélagsins vegna krabbameina hjá konum og eins og undanfarin ár er markmiðið að selja 50 þúsund slaufur.