Geðrannsókn ekki lokið

Hinn handtekni neitar sök.
Hinn handtekni neitar sök. mbl.is/Júlíus

„Það hafa engar yfirheyrslur enn átt sér stað. Þeir eru bara að safna gögnum og væntanlega er rannsóknarteymi enn að vinna í íbúðinni,“ segir Brynj­ólf­ur Ey­vinds­son, verjandi mannsins sem grunaður er um að hafa eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum síðastliðna helgi, í samtali við mbl.is.

Hinn handtekni, karlmaður á þrítugsaldri, er enn vistaður á Litla-Hrauni.

Börn hjónanna, sem eru tveggja og fimm ára gömul, eru nú komin til vinafólks en þau voru stödd á heimilinu þegar andlátið átti sér stað. Bróðir hinnar látnu, sem var 26 ára gömul, er kominn til landsins vegna málsins.

Við skýrslutökur hjá lögreglu neitaði maðurinn að hafa orðið konu sinni að bana. Hefur honum verið gert að sæta geðrannsókn, en samkvæmt heimildum mbl.is hefur hann glímt við andleg veikindi.

Spurður hvort geðrannsókn hafi farið fram kveður Brynjólfur nei við.

„Nei, en það kæmi mér þó ekki á óvart ef hún væri byrjuð. Ég reikna með því en það er lögreglan sem heldur utan um það og ég fæ ekkert að vita fyrr en það er afstaðið,“ segir Brynjólfur og bendir á að mat þetta taki eflaust nokkurn tíma.

Ekki er vitað hvenær yfirheyrslur lögreglu hefjast að nýju.

Hinn hand­tekni er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar þannig að hún hlaut bana af. Hann mun sæta gæslu­v­arðhaldi til 17. októ­ber næst­kom­andi að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Er það gert á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert