Gert er ráð fyrir að flutningaskipið Green Freezer muni yfirgefa Fáskrúðsfjörð á morgun að sögn Garðars Jóhannssonar, forstjóra Nesskipa.
Dráttarbáturinn, sem draga mun flutningaskipið til Póllands, kom til Fáskrúðsfjarðar fyrr í dag en reiknað er með að ferðin taki hátt í tíu daga. Í Póllandi fer skipið í slipp og gert er ráð fyrir að viðgerðin taki um tvær vikur.
Stýri skipsins eyðilagðist þegar skipið strandaði við Fáskrúðsfjörð þann 17. september síðastliðinn og þá er skrúfa þess einnig skemmd.