Green Freezer dreginn á morgun

mbl.is/Albert Kemp

Gert er ráð fyrir að flutningaskipið Green Freezer muni yfirgefa Fáskrúðsfjörð á morgun að sögn Garðars Jó­hanns­son­ar, for­stjóra Nes­skipa. 

Dráttarbáturinn, sem draga mun flutningaskipið  til Póllands, kom til Fáskrúðsfjarðar fyrr í dag en reiknað er með að ferðin taki hátt í tíu daga. Í Póllandi fer skipið í slipp og gert er ráð fyrir að viðgerðin taki um tvær vikur.

Stýri skips­ins eyðilagðist þegar skipið strandaði við Fáskrúðsfjörð þann 17. september síðastliðinn og þá er skrúfa þess einnig skemmd. 

Green Freezer og dráttarbáturinn,
Green Freezer og dráttarbáturinn, mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert