Rannveig Rist ákærð

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. Ómar Óskarsson

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra og fjóra fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn SPRON fyr­ir umboðssvik. Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á meðal þeirra stjórn­ar­manna sem sér­stak­ur sak­sókn­ari ákær­ir.

Frétta­vef­ur Rík­is­út­varps­ins greindi frá þessu í gær­kvöldi. Þar kem­ur fram að ákært sé fyr­ir tveggja millj­arða króna lán SPRON til Ex­ista sem veitt var 30. sept­em­ber 2008. Lánið var veitt til þrjá­tíu daga.

Í frétt Rík­is­út­varps­ins seg­ir að Guðmund­ur Örn Hauks­son spari­sjóðsstjóri og stjórn­ar­menn­irn­ir Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist séu ákærð í mál­inu. Einnig að málið verði þing­fest hinn 13. októ­ber næst­kom­andi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur, en málið er komið á dag­skrá þann dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka