Rannveig Rist ákærð

Rannveig Rist.
Rannveig Rist. Ómar Óskarsson

Sérstakur saksóknari hefur ákært fyrrverandi sparisjóðsstjóra og fjóra fyrrverandi stjórnarmenn SPRON fyrir umboðssvik. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er á meðal þeirra stjórnarmanna sem sérstakur saksóknari ákærir.

Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá þessu í gærkvöldi. Þar kemur fram að ákært sé fyrir tveggja milljarða króna lán SPRON til Exista sem veitt var 30. september 2008. Lánið var veitt til þrjátíu daga.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Guðmundur Örn Hauksson sparisjóðsstjóri og stjórnarmennirnir Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist séu ákærð í málinu. Einnig að málið verði þingfest hinn 13. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið er komið á dagskrá þann dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert