Stefán Rafn gefur ekki kost á sér

Stefán Rafn Sigurbjörnsson.
Stefán Rafn Sigurbjörnsson.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna verður sett laugardaginn 11.október næstkomandi í félagsheimilinu Brún í Borgarfirði. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni er Fjölmenning gegn fordómum. Tilefni yfirskriftarinnar er auknir fordómar á Íslandi í garð ýmissa þjóðfélagshópa og innreið fordómafullrar orðræðu í stjórnmálin, segir í fréttatilkynningu um landsþingið.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna er æðsti samráðsvettvangur UJ. Á þinginu er ný stjórn kjörin ásamt því að málefnaáherslur UJ verða samþykktar.

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, sitjandi formaður UJ, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann hefur setið sem formaður í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert