Flytja út nokkur hundruð tonn af vömbum

Kindavambir eru eftirsóttar í Afríku og Asíu vegna dýrapróteinssins en …
Kindavambir eru eftirsóttar í Afríku og Asíu vegna dýrapróteinssins en þær þykja einnig orkumiklar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Icelandic Byproducts, dótt­ur­fé­lag Norðlenska, flyt­ur nokk­ur hundruð tonn af vömb­um til Afr­íku og Asíu á ári hverju. Vambirn­ar koma frá fimm til sex slát­ur­hús­um hér á landi. 

Þegar vambirn­ar hafa verið unn­ar til út­flutn­ings er ekki hægt að nýta þær til slát­ur­gerðar, líkt og vambirn­ar sem hafa verið til sölu í versl­un­um hér á landi síðastliðin ár yfir slát­urtíðina.

Aðspurður seg­ir Reyn­ir Ei­ríks­son, fram­leiðslu­stjóri Norðlenska, að vambirn­ar sem flutt­ar eru út séu notaðar í mat­ar­gerð. Eru þær meðal ann­ars skorn­ar í strimla og borðaðar á þann hátt eða notaðar í súp­ur. Dýra­próteinið í vömb­un­um er eft­ir­sótt og er það talið orku­mikið.

Reikna má með að um 550 þúsund kind­um verði slátrað hér á landi í haust. Í fyrra seldi Slát­ur­fé­lag Suður­lands, SS, 15 þúsund vambir til versl­ana hér á landi. Að sögn Reyn­is hef­ur fyr­ir­tækið ekki unnið vambir til sölu í versl­un­um hér á landi í nokk­ur ár og bend­ir hann á að ekki séu mörg ár síðan stærst­um hluta vam­banna var hent hjá Norðlenska.

Fyr­ir­tækið Icelandic Byproducts var stofnað hér á landi árið 2010 að und­ir­lagi Norðlenska í því skyni að vinna og flytja út garn­ir og ýms­ar aðrar hliðar­af­urðir sem falla til í slát­urtíðinni. Í til­kynn­ingu á vef Norðlenska frá ár­inu 2011 seg­ir að ávinn­ing­ur­inn sé þríþætt­ur.

Í fyrsta lagi fást verðmæti fyr­ir vör­ur sem áður var fargað, í ann­an stað spar­ar Norðlenska sér kostnað við förg­un­ina en hann er um­tals­verður og síðast en ekki síst skipt­ir um­hverf­is­sjón­ar­mið fyr­ir­tækið miklu máli, sagði í til­kynn­ing­unni. 

SS ákvað að frá og með þessu hausti myndi fyr­ir­tækið ekki selja vambir til versl­ana. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá SS var ekki hægt að halda vinnslu vam­banna áfram með til­liti til kostnaðar.

Frétt­ir mbl.is um málið: 

Hætt að taka slát­ur eft­ir 38 ár

Ósátt­ar við skort á vömb­um

Ekki leng­ur hægt að kaupa vambir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert