Hætt að taka slátur eftir 38 ár

Ásthildur segir vambirnar ekki aðeins ílát undir hræruna, heldur séu …
Ásthildur segir vambirnar ekki aðeins ílát undir hræruna, heldur séu þær stór hluti af slátrinu. Á myndinni má sjá nemendur í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík vinna með gervivambir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ásthild­ur Skjald­ar­dótt­ir, bóndi á Bakka á Kjal­ar­nesi, hyggst ekki taka slát­ur í ár líkt og síðastliðin 38 ár. Ástæðan er sú að ekki er leng­ur hægt að kaupa vambir í versl­un­um hér á landi, aðeins gervi­vambir, eða svo­kallaða pró­tín­keppi.

Hún seg­ir að fjöl­skyld­an hafi tekið slát­ur á hverju ári og hitt­ist reglu­lega yfir vet­ur­inn og borði afrakst­ur­inn sam­an.

 „Mér finnst gæta ákveðins mis­skiln­ings, að gervi­vambir komi í staðinn fyr­ir vambirn­ar. Þær eru ekki aðeins ílát und­ir hrær­una, held­ur stór hluti af slátr­inu og það sem ger­ir það svo gott,“ seg­ir Ásthild­ur í sam­tali við mbl.is.

Ásthild­ur hóf bús­kaup um tví­tugt og lærði þá að taka slát­ur. Hún kenndi börn­um sín­um og barna­börn­um og hef­ur þannig komið hefðinni áfram milli kyn­slóða.

„Mér finnst þetta aðför að mat­ar­menn­ingu Íslend­inga,“ seg­ir Áshild­ur sem þykir miður að þekk­ing­in, að sauma vambir við slát­ur­gerð, muni nú tap­ast þar aðgengi að vömb­um verður tak­markað.

Ætla má að ein­hverj­ir vinni vambirn­ar sjálf­ir heima við en sjálf seg­ist Ásthild­ur ekki kunna að vinna vömb­ina frá grunni. Aðspurð seg­ist hún ekki hafa heyrt af því að bænd­ur hafi boðið vambir til sölu beint frá býli.

Yf­ir­leitt er hægt að sauma fimm til sex keppi úr einni vömb. Í fyrra seld­ust 15 þúsund vambir í versl­un­um hér á landi og má því ætla að hátt í 90 þúsund kepp­ir hafi verið gerðir úr vömb­un­um. 

Frétt­ir mbl.is um málið: 

Ósátt­ar við skort á vömb­um

Ekki leng­ur hægt að kaupa vambir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert