Ósáttar við skort á vömbum

Nemendur í Hússtjórnarskólanum sauma gervivambir.
Nemendur í Hússtjórnarskólanum sauma gervivambir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við vor­um all­ar mjög óhress­ar með þetta, það er skemmti­legra að nota þetta hrá­efni og búa þetta til á hefðbund­inn hátt,“ seg­ir Mar­grét Sig­fús­dótt­ir, skóla­stýra Hús­stjórn­ar­skól­ans í Reykja­vík, en ekki er leng­ur hægt að kaupa vambir til slát­ur­gerðar í versl­un­um hér á landi. 

Verða þeir sem taka slát­ur þetta árið að nýt­ast við gervi­vambir eða svo­kallaða pró­tín­keppi. Síðustu ár hef­ur Slát­ur­fé­lag Suður­lands, SS, unnið vambir og selt til versl­ana hér á landi en ákveðið var að frá og með þessu hausti yrði það ekki gert.

Mar­grét seg­ir hætt við því að hefðin, að sauma vambir og nýta þær til slát­ur­gerðar, týn­ist þegar erfitt verður að fá vambirn­ar. Nem­end­ur skól­ans tóku slát­ur í síðustu viku og verður það soðið á fimmtu­dag­inn í þess­ari viku. 

Aðspurð seg­ist Mar­grét finna mun á vömb­un­um og gervi­vömb­un­um en hún hafi þó ekki fundið mik­inn mun á bragðinu. Bend­ir hún meðal ann­ars á að minna fer í gervi­vambirn­ar en þær sem eru ekta.

„Þetta er aft­ur­för. Maður fer á úti­markaði er­lend­is þar sem verið er að selja garn­ir, vambir og fleira,“ seg­ir Mar­grét. 

Frétt mbl.is: Ekki leng­ur hægt að kaupa vambir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert