Green Freezer farið frá landinu

Norski dráttarbáturinn með Green Freezer í eftirdragi í dag.
Norski dráttarbáturinn með Green Freezer í eftirdragi í dag. mbl.is/Albert Kemp

Norski dráttarbáturinn sigldi fyrir stundu út Fáskrúðsfjörð með flutningaskipið Green Freezer í eftirdragi. Skipið verður dregið til Póllands, þar sem það fer í slipp, en reiknað er með að siglingin taki um níu sólarhringi. 

Skipið hefur legið við bryggju á Fáskrúðsfirði frá 20. september sl. en skipið strandaði þann 17. september. 

Talið er að viðgerð skipsins taki um tvær vikur. Stýri skipsins eyðilagðist þegar það strandaði og þá er skrúfa þess einnig skemmd.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert