Lánið til Exista „mjög óvenjulegt“

Lánið sem stjórn SPRON veitti Ex­ista og sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært fyr­ir er í ákæru sagt mjög óvenju­legt. Það hafi verið eina lánið sem samþykkt var af stjórn spari­sjóðsins á ár­un­um 2007 og 2008. Ákærðu eru sögð hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­lega hættu. Málið snýst um tveggja millj­arða króna pen­inga­markaðslán sem veitt var Ex­ista 30. sept­em­ber 2008.

Ákærð eru í mál­inu Guðmund­ur Örn Hauks­son, fyrr­ver­andi for­stjóri SPRON, og stjórn­ar­menn­irn­ir Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist. Málið verður þing­fest á mánu­dag.Í ákæru seg­ir að lánið hafi verið veitt án trygg­inga fyr­ir end­ur­greiðslu þess og án þess að meta greiðslu­getu og eigna­stöðu lánþeg­ans í sam­ræmi við út­lána­regl­ur spari­sjóðsins. Lánið var fram­lengt fjór­um sinn­um og var síðasti gjald­dagi þess 16. mars 2009. Það var ekki greitt til baka og verður að telj­ast að fullu eða veru­legu leyti glatað.

Í ákæru seg­ir að full ástæða hafi verið fyr­ir stjórn­ar­menn að fara var­lega við ákvörðun sína og fara eft­ir öll­um regl­um vegna slíkra lán­veit­inga, ekki síst í ljósi þeirr­ar stöðu sem kom­in var upp á fjár­mála­mörkuðum á þess­um tíma. „Því fór hins veg­ar fjarri að ákærðu færu eft­ir þeim varúðarregl­um sem þeim bar skylda til í störf­um sín­um.“

Þá seg­ir að lánið hafi verið það eina sem stjórn SPRON samþykkti á ár­un­um 2007 og 2008. „Var því mjög óvenju­legt að stjórn spari­sjóðsins tæki slíka ákvörðun, enda lánið afar stórt miðað við fjár­hag spari­sjóðsins.“

Litið er svo á að brot fólks­ins sé stór­fellt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka