Sterkar stelpur hjálpast að. Þegar eitthvað bjátar á eru þær til staðar fyrir vinkonur sínar. Með slíkri vináttu er allt mögulegt.
Þetta er m.a. boðskapur myndskeiðs sem Regína Sjöfn Sveinsdóttir og bekkjasystur hennar í 6. bekk Vatnsendaskóla gerðu. Myndskeiðið er eitt þeirra sem keppa í samkeppni Þróunarsamvinnustofnunar og frjálsra félagasamtaka undir þemanu Sterkar stelpur.
„Verum vinkonur og styðjum hvor aðra,“ segir m.a. í myndskeiðinu.
Sterkar stelpur - sterk samfélög, árvekniátak Þróunarsamvinnustofnunar og frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu, stendur nú yfir. Hluti af dagskránni er myndbandasamkeppni 18 ára og yngri í þemanu Sterkar stelpur. Bestu myndböndin verða birt á mbl.is.