„Sterkar stelpur rokka!

„Sterkar stelpur rokka!“ hrópar hópur nemenda úr Vífilsskóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. 75 nemendur skólans komu að gerð myndbands í samkeppni Þróunarsamvinnustofnunar og frjálsra félagasamtaka undir þemanu Sterkar stelpur.

„Ég er stelpa af því að ég er hugrökk.“

„Ég er sterk stelpa og ég hef rödd. Og ég nota hana!“

„Ég er sterk stelpa af því að ég er ekki hrædd við að vera ég.“

Þetta er meðal þess sem krakkarnir í Vífilsskóla hafa til málanna að leggja í baráttunni fyrir jafnrétti. Og strákarnir taka auðvitað þátt í myndbandinu.

Sterk­ar stelp­ur - sterk sam­fé­lög, ár­vekni­átak Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar og frjálsra fé­laga­sam­taka í þró­un­ar­sam­vinnu, stend­ur nú yfir. Hluti af dag­skránni er mynd­banda­sam­keppni 18 ára og yngri í þem­anu Sterk­ar stelp­ur. Bestu mynd­bönd­in verða birt á mbl.is. Hægt er að senda inn mynd­bönd til 10. októ­ber á sterk­ar­stelp­ur@gmail.com.

Frétt mbl.is: Sterk stelpa þorir að vera hún sjálf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert