Stjórnvöld skoða vefsíðuna

Skjáskot af vefsíðunni.
Skjáskot af vefsíðunni.

Vefsíða tengd svokölluðu Ríki íslams sem hýst er hér á landi og skráð á íslenskt lén er til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Þetta staðfestir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra, við mbl.is. Ráðherrann var upplýstur um málið í dag.

Vefsíðan er undir léninu Khilafah.is en „khilafah“ þýðir kalífadæmi. Liðsmenn Ríkis íslams lýstu því yfir fyrr á árinu að þeir hefðu stofnað kalífadæmi á yfirráðasvæðum sínum í Írak og Sýrlandi. Maðurinn sem skráður er fyrir léninu heitir Azym Abdullah og er skráður til heimilis á Nýja-Sjálandi. Lénið er hins vegar skráð hjá hýsingarfyrirtæki í bænum Homburg í Þýskalandi. Vefsíðan sjálf er hins vegar hýst hjá Thor Data Center sem tengist Advania.

Ríki íslams kallar sig á ensku „Islamic State“ sem líklegt má telja að sé skýringin á ákveðið hefur verið að skrá síðuna með íslensku lénaendinguna .is.

Frétt mbl.is: Íslamska ríkið með .is lén

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert