Vefsíðunni hefur verið lokað

Skjáskot af vefsíðunni sem nú hefur verið lokað.
Skjáskot af vefsíðunni sem nú hefur verið lokað.

„Hýsing á þessari heimasíðu sem um ræðir brýtur í bága við viðskiptaskilmála Thor Data Center og því hefur henni verið lokað.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Advania en vefsíða tengd svonefndu Ríki íslams var hýst af Thor Data Center sem er í eigu fyrirtækisins og ennfremur skráð á íslenskt lén.

Vakin var athygli á vefsíðunni fyrr í dag en hún var skráð á lénið Khilafah.is en orðið „khilafah“ þýðir kalífadæmi. Liðsmenn Ríkis íslams lýstu því yfir fyrr á árinu að þeir hefðu stofnað kalífadæmi á yfirráðasvæðum sínum í Írak og Sýrlandi. Meðal þess sem birt var á vefsíðunni voru myndbönd frá Ríki íslams og ýmis skilaboð til Bandaríkjastjórnar. Þar á meðal myndbönd sem sýndu aftökur á fólki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra var upplýstur um málið í dag og var í kjölfarið hafin rannsókn á því af hálfu innanríkisráðuneytisins.

Heimildir mbl.is herma að aðstandendur umræddrar vefsíðu hafi ekki verið beinir viðskiptavinir Advania heldur hafi þeir keypt hýsingarþjónustu af fyrirtæki sem aftur er í viðskiptum við Advania. Hver sem er getur ennfremur keypt .is lén. Ekki er hægt að loka slíku léni ef allar skráningarupplýsingar eru í lagi miðað við núgildandi lög og reglur.

Frétt mbl.is: Hægt að banna notkun lénsins

Frétt mbl.is: Stjórnvöld skoða vefsíðuna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka