„Þetta er nú meira tjáningarfrelsið“

Skjáskot af Twitter-síðunni @BlackFlagsIS.
Skjáskot af Twitter-síðunni @BlackFlagsIS.

„Þetta er nú meira „tjáningarfrelsið“ hjá þeim,“ segir á Twitter-síðunni @BlackFlagsIS sem merkt er hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Eða „So much for their "freedom of speech".“

Færslan er svar við skilaboðum á Twitter-síðunni @QA.AF sem tengist vefsíðunni Khilafah.is sem var hýst hér á landi en Advania lét loka í gær vegna brota á viðskiptaskilmálum. Síðan er nú aftur komin upp líkt og mbl.is greindi frá snemma í morgun.

Skilaboðunum um tjáningarfrelsið er beint að íslenska vefhýsingarfyrirtækinu Orangewebsite sem leggur áherslu á það á vefsíðu sinni að standa vörð um tjáningarfrelsi viðskiptavina sinna og vernda þá frá ritskoðun. Þó með þeim fyrirvara að ekki sé brotið gegn viðskiptaskilmálum fyrirtækisins eða íslenskum lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka