ISNIC lokaði léni Íslamska ríkisins

khilafah.is
khilafah.is Skjáskot

ISNIC hefur lokað lénum sem notuð voru fyrir aðalvefsíðu samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, khilafah.is. Léninu var lokað kl. 18:40, en nokkrir klukkutímar kunna að líða þar til vefir undir léninu verða óaðgengilegir um allan heim.

„Meirihluti stjórnar ákvað þetta nú síðdegis og reisir ákvörðunina á grundvelli 2. tl. 9. gr. reglna ISNIC um lénaskráningu, þar sem fram kemur að rétthafa léns beri að ábyrgjast að notkun léns sé í samræmi við íslensk lög,“ segir í tilkynningu frá ISNIC.

Þar segir einnig að um fordæmalausa aðgerð sé að ræða, þar sem ISNIC hefur aldrei fyrr lokað léni vegna innihalds vefjar.

Skráning khilafah.is á ISNIC.
Skráning khilafah.is á ISNIC.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert