1.289 blaðsíður í SPRON-málinu

Guðmundur Örn Hauksson.
Guðmundur Örn Hauksson. mbl.is/Golli

Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Ari Berg­mann Ein­ars­son og Guðmund­ur Örn Hauks­son neituðu sök þegar SPRON-málið svo­kallaða var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un.  Rann­veig Rist og Jó­hann Ásgeir Bald­urs voru ekki viðstödd þing­fest­ing­una.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði Guðmund, Ara, Jó­hann, Mar­gréti og Rann­veigu fyr­ir að hafa, sem for­stjóri eða stjórn­ar­menn í Spari­sjóði Reykja­vík­ur og ná­grenn­is, mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans veru­lega í hættu, með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar fé­lagið lánaði Ex­ista tveggja millj­arða lán, án trygg­inga.

Í mál­inu er ákært fyr­ir umboðssvik. Rann­veig Rist og Jó­hann Ásgeir mættu ekki við þing­fest­ing­una, og tóku því ekki af­stöðu til ákær­unn­ar. 1.289 blaðsíður og 15 tölvudisk­ar liggja fyr­ir í mál­inu. Þing­hald í mál­inu var ákveðið 29. októ­ber.

Eina lánið sem fór fyr­ir stjórn 2007 og 2008

Lánið þykir mjög óvenju­legt, en það var eina lánið sem stjórn sjóðsins samþykkti á ár­un­um 2007 og 2008. Lánið var ekki greitt til baka og verður að telja að fullu eða veru­legu glatað fyr­ir spari­sjóðinn. Ákæru­valdið krafðist refs­ing­ar og að sak­born­ing­ar greiði sak­ar­kostnað.

Aðdrag­andi lán­veit­ing­ar þeirr­ar sem sér­stak­ur sak­sókn­ari ákærði fyr­ir í SPRON-mál­inu var sá að 18. sept­em­ber 2008 veitti vá­trygg­inga­fé­lagið VÍS fjög­urra millj­arða króna pen­inga­markaðslán til Ex­ista. Það var fram­lengt til 22. sept­em­ber, aft­ur til 29. sept­em­ber og að lok­um til 30. sept­em­ber en þá greiddi Ex­ista lánið til baka, að hálfu með lán­inu frá SPRON og fyr­ir það er ákært.

Áður en SPRON lánaði Ex­ista tvo millj­arða fékk spari­sjóður­inn pen­inga­markaðslán frá VÍS upp á sömu upp­hæð. Þeir fjár­mun­ir sem VÍS lánaði SPRON voru því notaðir til að fjár­magna lánið til Ex­ista. „Var staðan eft­ir þenn­an snún­ing sú að áhætta VÍS gagn­vart Ex­istu minnkaði um tvo millj­arða, en í staðinn hafði SPRON veitt Ex­istu trygg­inga­laust lán að sömu fjár­hæð. Var áhætt­unni af tveggja millj­arða króna láni til Ex­istu þannig velt af VÍS og yfir á SPRON, sem síðar sat uppi með fullt tjón vegna láns­ins.“

Rann­veig Rist ákærð

Ákær­an í SPRON-mál­inu

Björn Þorvaldsson, saksóknari.
Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka