Morðrannsókn langt á veg komin

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Stelkshólum í Breiðholti í lok september er langt á veg komin. Geðrann­sókn stend­ur nú yfir á mann­in­um sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana og ekki liggur fyrir hvenær henni muni ljúka.

Atvikið átti sér stað í íbúð hjónanna um miðnætti 27. september sl. en maðurinn er sakaður um að hafa þrengt að öndunarvegi konunnar þannig að hún lést. Maðurinn var handtekinn og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við mbl.is að lögreglan sé búin að ræða við fjölmarga í tengslum við rannsókn málsins sem sé komin mjög langt á veg. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókninni muni ljúka og málið fer í hendur ákæruvaldsins. Ljóst er að það verður ekki í þessari viku.

Börn hjón­anna, tveggja og fimm ára, voru á heim­il­inu þegar atvikið átti sér stað, en þeim hefur verið komið í viðeig­andi umönn­un hjá barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert