Matarinnkaup engin forsenda

Þorkell Þorkelsson

Hvergi í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum er það forsenda fyrir niðurstöðum þess að ákveðinni upphæð sé varið til matarinnkaupa, hvorki í heild né á hverja máltíð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins

„Hvergi í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum er það forsenda fyrir niðurstöðum þess að ákveðinni upphæð sé varið til matarinnkaupa, hvorki í heild né á hverja máltíð. Einungis eru dregin upp dæmi til að gefa einhverja mynd af áhrifum breytinganna á ráðstöfunartekjur.

Gert er ráð fyrir að vægi matvæla og drykkjarvöru sé 16,2% af heildarútgjöldum. Er það byggt á hlutfallstölum um skiptingu útgjalda í samræmi við opinberar tölur frá Hagstofu Íslands sem fengnar eru úr neyslukönnun sem gerð var árin 2010-2012 og byggð á gögnum frá 1772 heimilum.

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum leiðir til þess að einstaklingar hafi meira á milli handanna og verðlag lækki. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs dragist saman um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skattar eru því að lækka.

<div>Í fylgiskjali með frumvarpinu er að finna nokkur dæmi um fjölskyldur með og án barna, miðað við mismunandi heildarútgjöld og tekjur, þar sem fram kemur að það er sterkt samband á milli þess sem menn afla og eyða. Þannig má álykta miðað við gefnar forsendur að fjögurra manna fjölskylda sem eyðir 2 m.kr. á ári eða tæpum 170 þús. kr. á mánuði í mat hafi hátt í 1,5 m.kr. á mánuði í atvinnutekjur fyrir skatta og verji hærri upphæðum í krónum talið til matarinnkaupa en fjölskylda með lægri tekjur.</div><div>Áhrif frumvarpsins á ráðstöfunartekjur slíkrar fjölskyldu eru jákvæð enda má ætli að hún verji einnig fleiri krónum til kaupa á vörum sem lækka vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins.  </div><div> </div><div>Rétt er að taka fram að í matvörulið dæma um úgjöld heimila sem fylgja með frumvarpi til breytinga á virðisaukaskatti o.fl. er einungis um að ræða kaup á mat- og drykkjarvöru úr dagvöruverslunum, en ekki kaup á þjónustu veitinga- og kaffihúsa eða mötuneyta. Sú þjónusta, þar með talinn hlutur matvæla í þeirri þjónustu, er metin með annarri vöru og þjónustu í lægra þrepi virðisaukaskatts.</div><div>Á þetta þarf að horfa þegar verið er að bera saman tölur Hagstofunnar og ráðuneytisins þar sem í tölum Hagstofunnar virðist sem veitingasölu og mötuneytum hafi verið bætt við matvælaflokkinn gagnstætt því sem ráðuneytið gerir<span>,</span><span>“ </span><a href="http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18560">segir í tilkynningunni. </a></div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert