Matarinnkaup engin forsenda

Þorkell Þorkelsson

Hvergi í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum er það forsenda fyrir niðurstöðum þess að ákveðinni upphæð sé varið til matarinnkaupa, hvorki í heild né á hverja máltíð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins

„Hvergi í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum er það forsenda fyrir niðurstöðum þess að ákveðinni upphæð sé varið til matarinnkaupa, hvorki í heild né á hverja máltíð. Einungis eru dregin upp dæmi til að gefa einhverja mynd af áhrifum breytinganna á ráðstöfunartekjur.

Gert er ráð fyrir að vægi matvæla og drykkjarvöru sé 16,2% af heildarútgjöldum. Er það byggt á hlutfallstölum um skiptingu útgjalda í samræmi við opinberar tölur frá Hagstofu Íslands sem fengnar eru úr neyslukönnun sem gerð var árin 2010-2012 og byggð á gögnum frá 1772 heimilum.

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á virðisaukaskatti, vörugjaldi og barnabótum leiðir til þess að einstaklingar hafi meira á milli handanna og verðlag lækki. Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs dragist saman um 3,7 ma. kr. vegna aðgerðanna. Skattar eru því að lækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert