Sveinbjörg hyggst lifa á 750 krónum á dag

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og varaþingmaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á facebooksíðu sinni í gær að hún ætlaði sér að lifa af 750 kr. á dag í mat í eina viku.

Það er sama fjárhæð og er í forsendum virðisaukaskattsfrumvarp fjármálaráðuneytisins um að hver máltíð kosti fjögurra manna fjölskyldu 248 krónur á dag, sem gerir um það bil 750 krónur fyrir þrjár máltíðir.

Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, sagði í samtali við mbl.is í gær að slíkar fjárhæðir væru ekki raunhæfar. „Ég held að það kosti talsvert mikið meira. Við ölum fólk ekki bara á hafragraut,“ sagði Margrét.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka