Segist ekki vilja Bryndísi úr flokknum

Bryndís Loftsdóttir og Brynjar Níelsson.
Bryndís Loftsdóttir og Brynjar Níelsson.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vilja að Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður yfirgefi flokkinn. Þar rúmist ýmsar skoðanir og hafi alltaf gert. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Brynjars. 

Brynjar skaut föstum skotum að ónefndum samflokksmanni sínum í annarri færslu á Facebook í dag. Færslunni virtist beint að Bryndísi en hún stofnaði hóp á Facebook undir nafninu Verjum 7% matarskatt þar sem hvatt er til að ríkisstjórnin falli frá fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu.

„Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum túlka sumir fjölmiðlamenn og og nokkrir aðrir, sem hafa kommentað á fyrri færslu mína í dag, að ég vilji að Bryndís Loftsdóttir verði rekinn úr Sjálfstæðisflokknum eða hún íhugi að fara úr honum. Ég er ekki að beina orðum mínum að flokksmanninum Bryndísi Loftsdóttur, heldur varaþingmanninum og stjórnarliðanum Bryndísi Loftsdóttur,“ skrifar Brynjar. 

„Þegar þingmenn stjórnarliðsins berjast gegn meginmarkmiðum fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi eru þeir að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina og spila sig út úr stjórnarliðinu. Þeim er það auðvitað frjálst. En ég hef engan áhuga á því að Bryndís yfirgefi Sjálfstæðisflokkinn enda rúmast ýmsar skoðanir þar og hefur alltaf gert.“

Bjarni segir Bryndísi fara með fleipur

Bryndísi sárnar ummæli Brynjars

Ætti að íhuga að fara í annað lið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert