Tillaga að þjóðarleikvangi

Ein tillaga KSÍ að nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal.
Ein tillaga KSÍ að nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal. Samsett mynd/Bj.Snæ-arkitektar og ÞÖK

„Við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa einir að byggingum á Laugardalsvelli, höfum nóg með okkar rekstur. Forsendan fyrir nýrri og stærri knattspyrnuvelli er að hlaupabrautin fari, og um það hefur náðst samkomulag við frjálsíþróttahreyfinguna.“

Þetta segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en sambandið hefur látið vinna fyrir sig teikningar að nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal sem tæki minnst 15 þúsund manns í sæti.

„Við teljum að fjármögnun svona framkvæmda geti ekki orðið að veruleika nema með aðkomu áhugasamra fjárfesta. Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilana,“ segir Geir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert