Vilja að vinnuvikan verði 35 stundir

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Frumvarp til breytinga á lögum um 40 stunda vinnuviku hefur verið lagt fram á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að vinnuvikan verði 35 dagvinnutímar og 7 dagvinnutímar á hverjum virkum degi í stað 8 eins og lögin kveða á um í dag. Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar standa að frumvarpinu en fyrsti flutningsmaður er Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata. 

Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert