ASÍ tekur við Facebook-síðu Bryndísar

Bryndís stofnaði Facebook-hópinn Verjum 7% matarskatt.
Bryndís stofnaði Facebook-hópinn Verjum 7% matarskatt.

„Ég hef ákveðið að fela ASÍ umsjón með Facebook-síðunni Verjum 7% matarskatt og hafa þeir nú tekið við henni,“ skrifar Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína.

„Við höfum þegar sýnt fram á hversu margir hafa áhyggjur af þessari fyrirhuguðu skattabreytingu og að þörf er á betri útlistun frá hendi ráðuneytisins um áhrif hennar á kjör fólks í mismunandi tekjuhópum og fjölskyldustærðum.“

Bryndís segist hafa leitað til ASÍ um að taka síðuna yfir áður en Brynjar Níelsson gerði athugasemdir við aðkomu Bryndísar að henni. „Hans orð hafa engin áhrif á mig eða skoðanir mínar. Mér þótti einfaldlega augljóst að svona hópur væri best kominn í höndum óflokksbundinna samtaka launafólks í landinu og að þeir væru betur til þess fallnir að miðla upplýsingum um málið til almennings. Ég þakka ykkur stuðninginn og allar góðu línurnar sem ég hef fengið í vikunni og hvet alla til þess að muna að því miður eru hér á landi margir sem lifa við kröpp kjör og leyfa sér lítinn munað umfram afborganir af húsnæði og mat. Hækkun barnabóta gagnast aðeins hluta þess hóps. Áfram veginn í átt að góðu samfélagi fyrir alla,“ segir Bryndís,

Bryndís Loftsdóttir og Brynjar Níelsson.
Bryndís Loftsdóttir og Brynjar Níelsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka