Búið að loka Hvalfjarðargöngunum

Starfsmenn Meitils setja upp merkingar vegna lokunarinnar.
Starfsmenn Meitils setja upp merkingar vegna lokunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverð umferð var um Hvalfjarðargöngin fram að lokun í kvöld en nú eru afar fáir á ferli.

Svo virðist sem margir sem ætluðu í gegnum göngin í kvöld hafi ákveðið að fara snemma af stað til að komast í gegnum göngin en þurfa ekki að aka fjörðinn. 

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá starfsmenn verktakafyrirtækisins Meitils setja upp merkingar vegna lokunarinnar.

Göngin verða lokuð um helgina vegna malbikunarframkvæmda en verða opnuð aftur á mánudagsmorgun klukkan sex. 

Marínó Tryggvason, öryggisfulltrúi Spalar, sagði í samtali við mbl.is í dag að ferðatíminn lengist um 40 mínútur þegar aka þurfi Hvalfjörðinn, sem er um 60 km langur, í stað þess að auka um göngin. 

Göng lokast - fjörður opnast

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert